Staðan í barnavernd enn þung á öðru ári Covid Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:31 Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar