„Algjör kúvending“ Vinstri grænna kom á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:36 Katrín Oddsdóttir er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Algjör kúvending hefur orðið á stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálum, að mati formanns Stjórnarskrárfélagsins. Flokkurinn hafi nú viðurkennt að hann standi ekki með nýrri stjórnarskrá heldur styðji „bútasaumsaðferð“ sem hafi ekki - og muni ekki - virka. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins birti pistil á Facebook í gær þar sem hún bar saman stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálinu fyrir Alþingiskosningarnar 2017 og stefnuna fyrir kosningarnar nú. Hún segir nýju stefnuna hafa komið sér á óvart. „Í raun hefur bara orðið algjör U-beygja eða kúvending á stefnu VG í stjórnarskrármálinu, við sjáum að árið 2017 var yfirlýsingin í þeirra stefnuskjali þessi: „Ný stjórnarskrá, ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs.“ Mjög skýrt að flokkurinn stóð með tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en núna er kominn allt annar tónn í þeirra stefnu, sem kom okkur sem berjumst fyrir nýju stjórnarskránni talsvert á óvart,“ segir Katrín. Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs. #stjórnarskrá— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 8, 2017 Katrín vísar í ályktun landsfundar VG sem birt var eftir fundinn á laugardag. Þar segir að halda þurfi áfram „endurskoðun stjórnarskrárinnar", ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis - og ráðast þurfi í breytingar á öðrum köflum. „Þarna er loksins búið að viðurkenna það að flokkurinn stendur ekki með nýju stjórnarskránni né niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Katrín. „Það er að mínu viti ágætt að þau komi bara hreint fram og segi það vegna þess að það hefur verið holur hljómur í þessu hjá flokknum undanfarið, enda hafa þau ekki barist fyrir málinu á Alþingi.“ En hver er þá staðan á málinu hjá flokkunum fyrir komandi kosningar? „Þeir flokkar sem hafa komið fram undanfarið, og skýrt tekið fram að þau munu berjast fyrir því að nýja stjórnarskráin taki gildi, eru Píratar, Samfylking og Sósíalistar. Ég veit að það er mikill vilji innan Viðreisnar um að fá þetta þar á stefnuskrána,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrá Vinstri græn Tengdar fréttir „Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 „Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. 5. ágúst 2021 08:28
Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36
„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. 7. júlí 2021 09:20