Hetjurnar okkar Brynhildur Björnsdóttir og Elva Hrönn Hjartardóttir skrifa 30. ágúst 2021 15:00 Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Brynhildur Björnsdóttir Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun