Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 10:33 Alsír var síðasta ríkið til að hætta notkun blýblandaðs bensíns. AP/Anis Belghoul Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því. Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því.
Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira