„Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2021 15:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lýðræði sé ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka nálgun á stjórnmál. „Áhersla á fólk - hugmyndir þess, velferð og valdeflingu - og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna. Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32