Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2021 20:00 Diego var á vaktinni í A4 í Skeifunni þegar fréttastofa leit við í vikunni. Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira