Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2021 07:40 Hluti þingmanna ríkisþings Texas mótmæltu nýju lögunum harðlega fyrr í sumar. AP Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira