Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 12:00 Ísak Bergmann í leik gegn Mexíkó. Ronald Martinez/Getty Images Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira