Öruggt húsnæði fyrir alla Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. september 2021 12:00 Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum. Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mikil uppbygging meðal óhagnaðardrifinna leigufélaga sem að býður fólki húsnæði á viðráðanlegu verði. Þannig á húsnæðiskostnaður að jafnaði ekki að vera umfram fjórðung tekna leigjanda og stendur til boða víða um land. Einnig komum við á hlutdeildarlánum sem nýtast ungu og tekjulægra fólki við fyrstu kaup hvar sem er á landinu þar sem ríkið á hlut í eigninni til að byrja með sem að hægt er að innleysa síðar. Í dag er algengt að ungt fólk treysti á að fá stuðning við útborgun í fyrsta húsnæði frá foreldrum sínum eða nánustu ættingjum. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram af krafti á komandi kjörtímabili. Að eiga öruggt þak yfir höfuðið eru hin sjálfsögðustu mannréttindi. Það skiptir einnig miklu máli að þessi uppbygging eigi sér stað um land allt svo allir landsmenn eigi sannanlega aðgang að mannsæmandi og öruggu húsnæði á sanngjörnu verði og þar munum við halda áfram að gera enn betur. Veruleikinn er sá að á mörgum landsvæðum duga markaðslögmálin skammt og hefur uppbygging í húsnæðis verið í lágmarki og staðið í stað í ár og áratugi, með tilheyrandi stöðnun í atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Lágt endursöluverð og lágt veðhæfi spila þar stórt hlutverk. Afleiðingin er mikill sogkraftur á höfuðborgarsvæðið og aðra þéttbýlisstaði á landinu í gegnum árin. Þess vegna munu hlutdeildarlán og almennar leiguíbúðir skipta miklu fyrir jákvæða íbúaþróun og öflugra atvinnulíf um land allt. Það hvort fólk leigi sitt húsnæði eða eigi á að vera val þess sjálft. Hlutverk stjórnmálanna er að bjóða fólki upp á ólíka valkosti sem hentar því best hverju sinni. Sá valkostur á að vera til staðar hvort sem um er að ræða á Þingeyri, Skagaströnd eða í Kópavogi. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum. Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mikil uppbygging meðal óhagnaðardrifinna leigufélaga sem að býður fólki húsnæði á viðráðanlegu verði. Þannig á húsnæðiskostnaður að jafnaði ekki að vera umfram fjórðung tekna leigjanda og stendur til boða víða um land. Einnig komum við á hlutdeildarlánum sem nýtast ungu og tekjulægra fólki við fyrstu kaup hvar sem er á landinu þar sem ríkið á hlut í eigninni til að byrja með sem að hægt er að innleysa síðar. Í dag er algengt að ungt fólk treysti á að fá stuðning við útborgun í fyrsta húsnæði frá foreldrum sínum eða nánustu ættingjum. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram af krafti á komandi kjörtímabili. Að eiga öruggt þak yfir höfuðið eru hin sjálfsögðustu mannréttindi. Það skiptir einnig miklu máli að þessi uppbygging eigi sér stað um land allt svo allir landsmenn eigi sannanlega aðgang að mannsæmandi og öruggu húsnæði á sanngjörnu verði og þar munum við halda áfram að gera enn betur. Veruleikinn er sá að á mörgum landsvæðum duga markaðslögmálin skammt og hefur uppbygging í húsnæðis verið í lágmarki og staðið í stað í ár og áratugi, með tilheyrandi stöðnun í atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Lágt endursöluverð og lágt veðhæfi spila þar stórt hlutverk. Afleiðingin er mikill sogkraftur á höfuðborgarsvæðið og aðra þéttbýlisstaði á landinu í gegnum árin. Þess vegna munu hlutdeildarlán og almennar leiguíbúðir skipta miklu fyrir jákvæða íbúaþróun og öflugra atvinnulíf um land allt. Það hvort fólk leigi sitt húsnæði eða eigi á að vera val þess sjálft. Hlutverk stjórnmálanna er að bjóða fólki upp á ólíka valkosti sem hentar því best hverju sinni. Sá valkostur á að vera til staðar hvort sem um er að ræða á Þingeyri, Skagaströnd eða í Kópavogi. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun