Húrra fyrir frelsinu (í boði Evrópusambandsins) Pawel Bartoszek skrifar 2. september 2021 09:00 Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar