Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2021 08:51 Inger Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum frá 2015 til 2019. Hún er talin hafa brotið lög með tilmælum um að stía í sundur ungum pörum sem leituðu hælis í Danmörku. Vísir/EPA Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. Rúmur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess fyrr á þessu ári. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna. Sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016. Sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum þegar hún var ráðherra frá 2015 til 2019. Kom hún í gegn fleiri en hundrað nýjum takmörkunum á komu flóttafólks og innflytjenda til Danmerkur og fagnaði hún meðal annars því með köku þegar hún var hálfnuð að því marki. Undir forystu hennar keyptu dönsk stjórnvöld auglýsingar í líbönsku dagblaði til að letja flóttamenn til að sækjast eftir hæli í Danmörku og reglur um sameiningu fjölskyldna voru hertar. Þá lét hún leggja hald á verðmæti hælisleitenda og senda erlenda glæpamenn á óbyggða eyju í Eystrasalti. Verði Støjberg fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér sekt eða jafnvel fangelsisdóm. Ríkisréttur hefur sex sinnum komið saman í sögu Danmerkur. Hann hefur yfirleitt sýknað fólk en þó var Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Sri Lanka gætu flutt fjölskyldur sínar til sín árið 1995. Danmörk Innflytjendamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Rúmur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess fyrr á þessu ári. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna. Sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016. Sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum þegar hún var ráðherra frá 2015 til 2019. Kom hún í gegn fleiri en hundrað nýjum takmörkunum á komu flóttafólks og innflytjenda til Danmerkur og fagnaði hún meðal annars því með köku þegar hún var hálfnuð að því marki. Undir forystu hennar keyptu dönsk stjórnvöld auglýsingar í líbönsku dagblaði til að letja flóttamenn til að sækjast eftir hæli í Danmörku og reglur um sameiningu fjölskyldna voru hertar. Þá lét hún leggja hald á verðmæti hælisleitenda og senda erlenda glæpamenn á óbyggða eyju í Eystrasalti. Verði Støjberg fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér sekt eða jafnvel fangelsisdóm. Ríkisréttur hefur sex sinnum komið saman í sögu Danmerkur. Hann hefur yfirleitt sýknað fólk en þó var Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Sri Lanka gætu flutt fjölskyldur sínar til sín árið 1995.
Danmörk Innflytjendamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira