Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 11:30 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Einar Árnason Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira