Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 11:45 Andstæðingar þungunarrofs mótmæla fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg árið 2018. Þeir fagna nú úrskurði réttarins um að umdeild lög í Texas fái að taka gildi. AP/J. Scott Applewhite Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59