Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 11:45 Andstæðingar þungunarrofs mótmæla fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg árið 2018. Þeir fagna nú úrskurði réttarins um að umdeild lög í Texas fái að taka gildi. AP/J. Scott Applewhite Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59