Hvað skal kjósa? Guðjón Sigurbjartsson skrifar 3. september 2021 16:30 Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna. Efnahagsmál: Vinstri – Hægri Flest erum við nálægt miðjunni „sósíaldemókratar“ og að mestu sammála um samfélagsgerð. Við styðjum flest frjálst atvinnulífi, félagslegan jöfnuð og jöfn tækifæri. Við viljum því blandað hagkerfi, og virka samkeppni í atvinnulífinu. Okkur greinir hins vegar á um hversu umfangsmikill ríkisrekstur á að vera hvað varðar þjónustu sem kostuð er af skattgreiðendum svo sem heilbrigðisþjónustu. Við sem erum nálægt miðjunni teljum þurfa að nýta kosti einkareksturs til að bæta þjónustu og lækka tilkostnað en þau vinstrisinnuðu telja ríkisrekstur betri. Frjálslyndi – Íhaldssemi og tengdar skoðanir Við sem teljumst frjálslynd erum almennt opin fyrir breytingum, styðjum alþjóðasamvinnu, erum jákvæð fyrir nýbúum og styðjum almannahag umfram sérhagsmuni. Þau íhaldssömu fara hægar í breytingar, eru skeptísk á alþjóðasamvinnu, vilja takmarka mjög fjölda innflytjenda, eru upp til hópa þjóðernissinnuð og styðja sérhagsmuni útgerðar, bænda og fleiri þó það komi niður á almannahag. Heilbrigðismál: Opinber rekstur - Einkarekstur Flest erum við sammála um að bæta þarf heilbrigði og heilbrigðisþjónustu og að þjónustan standi öllum til boða óháð efnahag, á kostnað skattgreiðenda. En erum ekki sammála um leiðir til að bæta þjónustuna. Þau vinstrisinnuðu telja nægja að bæta skattfé inn í núverandi opinberan rekstur. En við sem erum nálgæt miðju og þeir sem eru aðeins til hægri teljum þörf á að nýta einkarekstur þar sem því verður við komið. Umhverfismál - Loftlagsmál Flest viljum við koma í veg fyrir loftlagshörmungar vegna hömlulausrar hlýnunar en greinir á um leiðir og mikilvægi. Við þau frjálslyndu erum tilbúin til að gera það sem gera þarf, taka fulla ábyrgð. Við viljum endurheimta votlendi, stöðva lausagöngu búfjár, stórefla bindingu kolefnis með skógrækt, stórfelldri uppgræðslu lands jafnvel með lúpínu og með grænni orkuframleiðslu og jafnvel vindmyllugörðum á afviknum stöðum, enda fjárhagslega áhugaverðir. Þau þjóðernissinnuðu og íhaldssömu sem verja helst sérhagsmuni bænda, eru síður til í að stöðva lausagöngu búfjár og endurheimta votlendi þó það séu ódýrustu og áhrifaríkustu aðgerðirnar. En þau eru til í vindmyllugarða og nýtingu grænnar orku frá þeim enda getur það komið hinum dreifðu byggðum vel. Jöfn tækifæri - Jöfn útkoma Flest viljum við að allir hafi sömu tækifæri til að vaxa, dafna, þroskast og nýta sýna hæfileika sér og öðrum til hagsbóta. Þau vinstrisinnuðustu leggja hins vegar svo mikla áherslu á jafna útkomu að þau eru tilbúin að hefta þá sem skara fram úr og taka af þeim mest af því sem þeir ná að ávinna sér, þó það komi niður á heildarútkomunni. Stjórnarskráin Flest viljum við nýju stjórnarskrána enda fyrsta stjórnarskráin sem unnin hefur verið hér frá grunni af lýðræðislega völdu fólki. Hún stuðlar líka að jöfnu atkvæðavægi og gerir almenningi kleift að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði og fleira mætti telja. En þau íhaldssömu og þjóðlegu sem gæta sérhagsmuna útgerðar og bænda vilja fara hægt í sakirnar og samþykkja aðeins það sem kemur þeim vel þó það komi niður á almenningi. Auðlindagjöld - Aflaheimildir Flest viljum við að helstu náttúruauðlindir svo sem sjávarauðlindin, séu sameign þjóðarinnar og að greitt sé fyrir aðgang að þeim. Við þau frjálslyndu og markaðssinnuðu viljum að gjald fyrir afnotin ráðist á markaði. Þau þjóðernissinnuðu sem mest gæta sérhagsmuna sjávarútvegsins vilja hins vegar ákveða sjálf hversu mikið er greitt fyrir afnotin og hafa það lágt til að styggja ekki útgerðina. Þróun atvinnulífsins – Nýsköpun Flest viljum við öfluga nýsköpun til að takast á við verkefni framtíðar og byggja undir næga velferð og velsæld landsmanna í opnum heimi. Við þau frjálslyndu eru til í að bæta vaxtarskilyrði sprota með stöðugum alþjóðlegum gjaldmiðli, hóflegum sköttum, traustum innviðum og traustu, spillingarlausu lýðræðissamfélagi. Þau þjóðlegu og íhaldssömu sem styðja sérhagsmuni öðru fremur vilja hins vegar fara hægar í sakirnar, láta hjá líða að bæta vaxtarskilyrðin svo það komi örugglega ekki niður á gömlu ríkisvernduðu atvinnuvegunum, jafnvel þó það þýðir að færri sprotar verði að öflugum fyrirtækjum. Þú átt leikinn, þitt er valið Stefnur stjórnmálaflokkanna fara ekki allar eftir skýrum línum og það eru jafnvel mótsagnir innan flokka. Vonandi hjálpar þessi samantekt einhverjum til að velja góðan stjórnmálaflokk þann 25. september næstkomandi. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna. Efnahagsmál: Vinstri – Hægri Flest erum við nálægt miðjunni „sósíaldemókratar“ og að mestu sammála um samfélagsgerð. Við styðjum flest frjálst atvinnulífi, félagslegan jöfnuð og jöfn tækifæri. Við viljum því blandað hagkerfi, og virka samkeppni í atvinnulífinu. Okkur greinir hins vegar á um hversu umfangsmikill ríkisrekstur á að vera hvað varðar þjónustu sem kostuð er af skattgreiðendum svo sem heilbrigðisþjónustu. Við sem erum nálægt miðjunni teljum þurfa að nýta kosti einkareksturs til að bæta þjónustu og lækka tilkostnað en þau vinstrisinnuðu telja ríkisrekstur betri. Frjálslyndi – Íhaldssemi og tengdar skoðanir Við sem teljumst frjálslynd erum almennt opin fyrir breytingum, styðjum alþjóðasamvinnu, erum jákvæð fyrir nýbúum og styðjum almannahag umfram sérhagsmuni. Þau íhaldssömu fara hægar í breytingar, eru skeptísk á alþjóðasamvinnu, vilja takmarka mjög fjölda innflytjenda, eru upp til hópa þjóðernissinnuð og styðja sérhagsmuni útgerðar, bænda og fleiri þó það komi niður á almannahag. Heilbrigðismál: Opinber rekstur - Einkarekstur Flest erum við sammála um að bæta þarf heilbrigði og heilbrigðisþjónustu og að þjónustan standi öllum til boða óháð efnahag, á kostnað skattgreiðenda. En erum ekki sammála um leiðir til að bæta þjónustuna. Þau vinstrisinnuðu telja nægja að bæta skattfé inn í núverandi opinberan rekstur. En við sem erum nálgæt miðju og þeir sem eru aðeins til hægri teljum þörf á að nýta einkarekstur þar sem því verður við komið. Umhverfismál - Loftlagsmál Flest viljum við koma í veg fyrir loftlagshörmungar vegna hömlulausrar hlýnunar en greinir á um leiðir og mikilvægi. Við þau frjálslyndu erum tilbúin til að gera það sem gera þarf, taka fulla ábyrgð. Við viljum endurheimta votlendi, stöðva lausagöngu búfjár, stórefla bindingu kolefnis með skógrækt, stórfelldri uppgræðslu lands jafnvel með lúpínu og með grænni orkuframleiðslu og jafnvel vindmyllugörðum á afviknum stöðum, enda fjárhagslega áhugaverðir. Þau þjóðernissinnuðu og íhaldssömu sem verja helst sérhagsmuni bænda, eru síður til í að stöðva lausagöngu búfjár og endurheimta votlendi þó það séu ódýrustu og áhrifaríkustu aðgerðirnar. En þau eru til í vindmyllugarða og nýtingu grænnar orku frá þeim enda getur það komið hinum dreifðu byggðum vel. Jöfn tækifæri - Jöfn útkoma Flest viljum við að allir hafi sömu tækifæri til að vaxa, dafna, þroskast og nýta sýna hæfileika sér og öðrum til hagsbóta. Þau vinstrisinnuðustu leggja hins vegar svo mikla áherslu á jafna útkomu að þau eru tilbúin að hefta þá sem skara fram úr og taka af þeim mest af því sem þeir ná að ávinna sér, þó það komi niður á heildarútkomunni. Stjórnarskráin Flest viljum við nýju stjórnarskrána enda fyrsta stjórnarskráin sem unnin hefur verið hér frá grunni af lýðræðislega völdu fólki. Hún stuðlar líka að jöfnu atkvæðavægi og gerir almenningi kleift að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði og fleira mætti telja. En þau íhaldssömu og þjóðlegu sem gæta sérhagsmuna útgerðar og bænda vilja fara hægt í sakirnar og samþykkja aðeins það sem kemur þeim vel þó það komi niður á almenningi. Auðlindagjöld - Aflaheimildir Flest viljum við að helstu náttúruauðlindir svo sem sjávarauðlindin, séu sameign þjóðarinnar og að greitt sé fyrir aðgang að þeim. Við þau frjálslyndu og markaðssinnuðu viljum að gjald fyrir afnotin ráðist á markaði. Þau þjóðernissinnuðu sem mest gæta sérhagsmuna sjávarútvegsins vilja hins vegar ákveða sjálf hversu mikið er greitt fyrir afnotin og hafa það lágt til að styggja ekki útgerðina. Þróun atvinnulífsins – Nýsköpun Flest viljum við öfluga nýsköpun til að takast á við verkefni framtíðar og byggja undir næga velferð og velsæld landsmanna í opnum heimi. Við þau frjálslyndu eru til í að bæta vaxtarskilyrði sprota með stöðugum alþjóðlegum gjaldmiðli, hóflegum sköttum, traustum innviðum og traustu, spillingarlausu lýðræðissamfélagi. Þau þjóðlegu og íhaldssömu sem styðja sérhagsmuni öðru fremur vilja hins vegar fara hægar í sakirnar, láta hjá líða að bæta vaxtarskilyrðin svo það komi örugglega ekki niður á gömlu ríkisvernduðu atvinnuvegunum, jafnvel þó það þýðir að færri sprotar verði að öflugum fyrirtækjum. Þú átt leikinn, þitt er valið Stefnur stjórnmálaflokkanna fara ekki allar eftir skýrum línum og það eru jafnvel mótsagnir innan flokka. Vonandi hjálpar þessi samantekt einhverjum til að velja góðan stjórnmálaflokk þann 25. september næstkomandi. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun