Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 22:21 Adam Geir brotnaði á þremur hryggjarliðum eftir að hann reyndi að leika Sveppadýfuna eftir. Vísir Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“ Vesturbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“
Vesturbyggð Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira