Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju rannsóknahúsi ásamt Páli Matthíassyni, Unni Brá Konráðsdóttur og Jóni Atla Benediktssyni í dag. Stöð 2/Einar Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans. Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58