Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 4. september 2021 11:30 Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Umhverfismál Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun