Sjúklingar og glæpamenn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 6. september 2021 10:01 Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar. Vímuefni hafa þekkst í árþúsundir og hafa orsakað ýmis félagsleg og samfélagsleg vandamál. Árið 1971 lýsti þáverandi forseti Bandaríkjanna vímuefnum sem helsta óvini Bandaríkjanna og hóf það sem fljótlega fékk nafnið „Dópstríðið“ (e: war on drugs). Yfirlýsing hans gerði stjórnvöldum í Bandaríkjunum kleift að nota löggæslu og herafla til þess að berjast gegn öllum þeim vímuefnum sem flæddu þá inn í landið. Talið er að í Bandaríkjunum einum hafi næstum 130 billjónum íslenskra króna (e. trillion) verið varið í þetta stríð. Ísland, eins og önnur lönd, fylgdu í kjölfarið og settu ströng lög þar sem öll viðskipti og eignarhald á vímuefnum voru skilgreind sem lögbrot. Þó svo að við séum öll sammála um að viðskipti og dreifing á vímuefnum sé skaðleg og slæm, þá fer því miður mesta púðrið hjá lögreglu, dómskerfinu og fangelsum í að rannsaka, lögsækja og refsa fólki sem einfaldlega fast í viðjum fíknar sinnar. Það er nákvæmlega þar sem hugtakið skaðaminnkun kemur inn. Við þurfum að líta á fólk sem er háð vímuefnum sem sjúklinga, en ekki sem glæpamenn. Við erum þegar að gera þetta með fólk sem er háð vímuefni sem þegar er löglegt, áfengi. Við köllum áfengissjúklinga ekki áfengisglæpamenn og við sem samfélag höfum byggt upp stuðningsnet og þjónustu fyrir þau sem vilja losna undan verstu einkennum sjúkdómsins. Gerum það sama Við viljum gera það sama þegar kemur að öðrum vímuefnum. Við viljum líta á þetta fólk sem sjúklinga sem þurfa þjónustu og stuðning til þess að losna úr klóm vímuefna. Við viljum hætta að refsa því fyrir að vera með í höndunum litla skammta af vímuefnum sem augljóslega eru til einkaneyslu en ekki til dreifingar eða sölu. Við viljum gera það auðveldara fyrir þetta fólk að losna úr viðjum vímuefnanna, í stað þess að vera hrætt við að vera handtekin fyrir lögbrot. Við viljum hætta að fylla fangelsi og teppa upp dómskerfið af málum þar sem verið er að refsa fólki sem einungis er fast í viðjum sjúkdóms. Sem er aðeins að valda sjálfu sér skaða. Við viljum frekar nýta lögreglu, dómskerfi og fangelsi til þess að rannsaka, dæma og refsa fólki sem sleppur af því að ekki er nægur tími til þess að rannsaka mun alvarlegri mál. Við sýnum samúð með því fólki sem ánetjast vímuefnum. Við viljum hjálpa því að draga úr þeim skaða sem vímuefnin koma þeim í. Við viljum hætta að líta á þau sem glæpamenn og horfa á þau sem fólk sem þarf aðstoð, ekki refsingu. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar