Boðar áframhald aðgerða á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 08:36 Bág staða Landspítalans og staða kórónuveirufaraldursins erlendis gerir það að verkum að aðgerðir á landamærunum verða áfram mikilvægar til að vernda landsmenn fyrir alvarlegum veikindum. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira