Sýnidæmi KSÍ um þöggunarmenningu Halldór Auðar Svansson skrifar 6. september 2021 09:30 Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar