Fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands látinn eftir að hafa verið 39 ár í dái Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2021 11:02 Jean-Pierre Adams lék 22 leiki með franska landsliðinu á 8. áratug síðustu aldar. getty/Universal Jean-Pierre Adams, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands í fótbolta, er látinn eftir að hafa verið í dái í 39 ár. Hann var 73 ára þegar hann lést. Adams fæddist í Dakar í Senegal 1948 en fluttist til Frakklands þegar hann var tíu ára. Hann lék með nokkrum liðum í Frakklandi, meðal annars Nice og Paris Saint-Germain, og 22 landsleiki á árunum 1972-76. Le @PSG_inside a perdu, ce lundi 6 septembre, l un de ses glorieux anciens. Défenseur des Rouge et Bleu et de l Équipe de France, Jean-Pierre Adams avait porté les couleurs parisiennes de 1977 à 1979.Le Club présente ses condoléances à sa famille et à ses proches.— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 6, 2021 Adams lagði skóna á hilluna 1981. Þann 17. mars ári seinna, þegar hann var 34 ára, fór Adams í aðgerð á hné í Lyon. Hún dró dilk á eftir sér. Vegna mistaka svæfingarlæknis misheppnaðist svæfingin og Adams fór í dá. Og í því lá hann síðustu 39 ár ævi sinnar. Adams lést á spítala í Nimes í dag. Daginn sem aðgerðin var framkvæmd var fjöldi starfsmanna spítalans í Lyon í verkfalli og svæfingalæknirinn sá um átta aðgerðir þann dag. Aðgerðin á Adams var ekki bráðnauðsynleg en var samt framkvæmd. Eiginkona Adams, Bernadette, sinnti honum allt til dauðadags . Þau áttu tvö börn saman. Jean-Pierre Adams and Marius Trésor spiluðu saman í miðri vörn franska landsliðsins.getty/Universal Um miðjan 10. áratug síðustu aldar voru svæfingarlæknirinn og læknaneminn sem sáu um aðgerðina örlagaríku á Adams dæmdir til að greiða skaðabætur og voru sendir í leyfi í mánuð. Robin Bairner skrifaði grein um Jean-Pierre Adams og líf hans í tímaritið The Blizzard 2014. Brot úr greininni má lesa á The Guardian, eða með því að smella hér. Franski boltinn Andlát Frakkland Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Adams fæddist í Dakar í Senegal 1948 en fluttist til Frakklands þegar hann var tíu ára. Hann lék með nokkrum liðum í Frakklandi, meðal annars Nice og Paris Saint-Germain, og 22 landsleiki á árunum 1972-76. Le @PSG_inside a perdu, ce lundi 6 septembre, l un de ses glorieux anciens. Défenseur des Rouge et Bleu et de l Équipe de France, Jean-Pierre Adams avait porté les couleurs parisiennes de 1977 à 1979.Le Club présente ses condoléances à sa famille et à ses proches.— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 6, 2021 Adams lagði skóna á hilluna 1981. Þann 17. mars ári seinna, þegar hann var 34 ára, fór Adams í aðgerð á hné í Lyon. Hún dró dilk á eftir sér. Vegna mistaka svæfingarlæknis misheppnaðist svæfingin og Adams fór í dá. Og í því lá hann síðustu 39 ár ævi sinnar. Adams lést á spítala í Nimes í dag. Daginn sem aðgerðin var framkvæmd var fjöldi starfsmanna spítalans í Lyon í verkfalli og svæfingalæknirinn sá um átta aðgerðir þann dag. Aðgerðin á Adams var ekki bráðnauðsynleg en var samt framkvæmd. Eiginkona Adams, Bernadette, sinnti honum allt til dauðadags . Þau áttu tvö börn saman. Jean-Pierre Adams and Marius Trésor spiluðu saman í miðri vörn franska landsliðsins.getty/Universal Um miðjan 10. áratug síðustu aldar voru svæfingarlæknirinn og læknaneminn sem sáu um aðgerðina örlagaríku á Adams dæmdir til að greiða skaðabætur og voru sendir í leyfi í mánuð. Robin Bairner skrifaði grein um Jean-Pierre Adams og líf hans í tímaritið The Blizzard 2014. Brot úr greininni má lesa á The Guardian, eða með því að smella hér.
Franski boltinn Andlát Frakkland Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira