Tvöföld ánægja: Afastrákurinn var íbúi númer tuttugu þúsund Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 21:20 Guðbrandur hefur tvöfalda ástæðu til þess að fagna. Aðsend/Vilhelm Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, upplifði sannkallaðan tímamótadag fyrir skemmstu, þar sem hann eignaðist dótturson, sem síðar reyndist hafa verið tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan. Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segist hann hafa vitað að það væri að styttast í þessi tímamót hjá bænum, enda fylgist bæjaryfirvöld vandlega með þróun íbúafjölda frá degi til dags. Þessi myndarpiltur bættist í fjölskylduna hjá Guðbrandi Einarssyni á dögunum, en foreldrar pilts eru Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurbergur Bjarnason. Drengurinn reyndist svo vera tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar, sem gladdi Guðbrand líka, sem forseta bæjarstjórnar.Aðsend „Svo er ég staddur á bæjarráðsfundi 4. ágúst og vissi að Sigríður mín væri komin í fæðingu. Síðan hringir síminn og ég skrepp af fundi. Þá er drengurinn kominn í heiminn. Ég skýst aftur inn og afsaka mig, en ég hafi verið að eignast afastrák. Þá segir Kjartan bæjarstjóri: „Heyrðu, Bubbi, þetta gæti verið tuttugu þúsundasti íbúinn.““ Svo var farið að skoða fæðingatölur nánar, enda hefur bæjarstjóri haft þann sið að hitta alla nýja íbúa á svona tímamótum. „Þetta hitti þá svona skemmtilega á að hann var einmitt númer tuttugu þúsund,“ segir Guðbrandur stoltur. Hann á fyrir tvær afastelpur en þarna kom fyrsti afastrákurinn hans. Guðbrandur bætir því við að íbúum hafi fjölgað mikið í Reykjanesbæ þetta árið. „Það hefur verið mikill kraftur í þessu hjá okkur þrátt fyrir að staðan hafi verið nokkuð snúin ekki alls fyrir löngu, og íbúum hefur raunar fjölgað um um það bil 130 síðan strákurinn kom í heiminn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigríður Guðbrands (@sigridurgudbrands) Atvinnuleysi á svæðinu hafði náð áður óþekktum hæðum eftir að heimsfaraldurinn reið yfir, en talsvert er að rofa til nú í atvinnumálum að sögn Guðbrands. Íbúum fer fjölgandi í Reykjanesbæ.Vísir/Vilhelm „Það er fullt að gerast hjá okkur og fólk er mikið að sækja til okkar, enda fær það hér tækifæri til að koma þaki yfir höfuðið án þess skuldsetja sig úr hófi fram.“ Reykjanesbær er nú fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins eftir að hafa tekið fram úr Akureyri fyrir rúmum tveimur árum síðan.
Reykjanesbær Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4. febrúar 2019 21:00