Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. nóvember 2025 20:15 Guðmundur Ingi Kristinsson tekur undir tillögu um hækkun aldurstakmarks á samfélagsmiðlum. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar, er málshefjandi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðla sé hækkað úr þrettán árum í fimmtán eða sextán ár. „Við eigum sjálf að setja leikreglurnar, við eigum að setja viðunandi og rétt aldurstakmark. Og við eigum ekki að normalísera að börn, þrettán ára, geti tekið á móti og haft þann þroska til að taka á móti og skilið það efni sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Skúli. „Ég vil sjá hækkun aldurstakmarksins á samfélagsmiðlum, rétt eins og nágrannaþjóðirnar okkar eru að boða. Ekki vegna þess að við viljum útiloka börnin okkar frá stafrænum heimi heldur vegna þess að við verðum að tryggja að börn hafi þroska og færni til að takast á við þennan breytta heim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra þegar málið var til umræðu á þinginu í dag. „Við þurfum að endurheimta aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum. Rétt eins og við höfum samræmt reglur um útivistartíma barna getum við sem samfélag reynt að koma okkur saman um rafrænan útivistartíma, ef svo má að orði komast.“ Dugir fræðsla til? Samstaða virtist vera meðal þingmanna um að samfélagsmiðlanotkun barna væri áhyggjuefni en einhverjir veltu því upp hvort boð og bönn væru endilega rétta leiðin að úrbótum. „Við þurfum miklu frekar að ræða hvernig við ætlum að taka utan um börnin okkar, kenna þeim að umgangast náungann á Internetinu og hvaða hættur leynast þar. Og við þurfum að fylgjast með því hvað börnin okkar eru að gera og segja á Internetinu og höfum það hugfast að Internetið er ekki það sama og notkun samfélagsmiðla,“ sagði Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir varaþingmaður Viðreisnar. Valdefling foreldra Fréttamaður ræddi við Skúla í kvöldfréttum. Hann segir að um samspil margra þátta sé að ræða, að sjálfsögðu þurfi að gefa í á sviði fræðslu, til barna, foreldra og fagfólks. „Ég lagði líka til við ráðherra að við myndum tryggja þessa fræðslu til frambúðar fyrir þessa hópa. Aldurstakmarkið og hækkun á því snýr að því að valdefla foreldra. Að þau geti sjálf tekið ákvarðanir, gefið sérstakt leyfi fyrir notkun ef það er nauðsyn til þess,“ segir Skúli. „Annars sjáum við það, og hættan er, að vel meinandi og ábyrgir foreldrar sem vilja vernda börnin sín missa tökin vegna óbærilegs félagsþrýstings við þrettán ára.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira