Innlent

Tveir ekki í öryggis­belti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bíllinn er stórskemmdur.
Bíllinn er stórskemmdur. Slökkvilið Fjarðabyggðar

Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. 

Slökkvilið Fjarðabyggðar greinir frá þessu í Facebookfærslu

„Mikið viðbragð var sett í gang og fóru tveir sjúkrabílar, tækjabíll og bakvaktarbíll frá Slökkviliði Fjarðabyggðar, auk tækjabíls frá Slökkviliði Múlaþings, sjúkrabíll frá Egilsstöðum og lögregla.“

Bílstjórinn og farþegarnir fjórir hafi verið fluttir á Sjúkrahúsið á Neskaupstað en sloppið án áverka.

„Við minnum á mikilvægi þess að setja ávallt á sig öryggisbelti þegar sest er upp í bifreið,“ segir í færslu slökkviliðsins. 

Greint var frá því í dag að tíu til fimmtán prósent eigi það til að sleppa bílbelti og bílbeltanotkun hafi sérstaklega dregist saman meðal ungra karlmanna á síðustu árum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×