VÍS Bikarinn: Grindavík áfram eftir framlengingu | KR úr leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. september 2021 22:05 Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga Visir/Bára 16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum. Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira