Corrina Schumacher: Sakna Michaels á hverjum degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2021 11:32 Schumacher-hjónin, Corrina og Michael. getty/Mark Thompson Eiginkona Michaels Schumacher, Corrina, segist sakna hans á hverjum degi. Ökuþórinn fyrrverandi hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi fyrir átta árum. Heimildarmyndin Schumacher verður frumsýnd á Netflix í næstu viku. Þar tjáir Corrina sig um heilsu eiginmanns síns sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher, sem er 52 ára, slasaðist alvarlega á höfði í skíðaslysi í Frakklandi í desember 2013 og var lengi í dái. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Sviss síðan í september 2014. „Að sjálfsögðu sakna ég Michaels á hverjum degi. En það er ekki bara ég heldur einnig börnin, faðir hans og allir í kringum hann,“ sagði Corrina. Þau Michael hafa verið gift síðan 1995 og eiga tvö börn saman. Sonur þeirra, Mick, fetaði í fótspor föður síns og keppir fyrir hönd Haas í Formúlu 1. „Við söknum hans öll en hann er hérna. Öðruvísi, en hann er samt hérna og það styrkir okkur. Við gerum allt til að láta honum líða betur, sjá til þess að hann hafi það gott og finni fyrir tengslunum við okkur. Við reynum öll að halda áfram sem fjölskylda eins og Michael vildi.“ Schumacher hélt einkalífi sínu alltaf utan sviðsljóssins og fjölskylda hans heldur því áfram. „Við höldum áfram. Einkalíf er einkalíf sagði hann alltaf. Það er mjög mikilvægt að hann njóti þess eins mikið og mögulegt er. Michael varði okkur alltaf og nú verjum við hann,“ sagði Corrina. Schumacher keppti í Formúlu 1 á árunum 1991-2006 og 2010-12, fyrir Jordan, Benetton, Ferrari og Mercedes. Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en hann. Formúla Þýskaland Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimildarmyndin Schumacher verður frumsýnd á Netflix í næstu viku. Þar tjáir Corrina sig um heilsu eiginmanns síns sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher, sem er 52 ára, slasaðist alvarlega á höfði í skíðaslysi í Frakklandi í desember 2013 og var lengi í dái. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Sviss síðan í september 2014. „Að sjálfsögðu sakna ég Michaels á hverjum degi. En það er ekki bara ég heldur einnig börnin, faðir hans og allir í kringum hann,“ sagði Corrina. Þau Michael hafa verið gift síðan 1995 og eiga tvö börn saman. Sonur þeirra, Mick, fetaði í fótspor föður síns og keppir fyrir hönd Haas í Formúlu 1. „Við söknum hans öll en hann er hérna. Öðruvísi, en hann er samt hérna og það styrkir okkur. Við gerum allt til að láta honum líða betur, sjá til þess að hann hafi það gott og finni fyrir tengslunum við okkur. Við reynum öll að halda áfram sem fjölskylda eins og Michael vildi.“ Schumacher hélt einkalífi sínu alltaf utan sviðsljóssins og fjölskylda hans heldur því áfram. „Við höldum áfram. Einkalíf er einkalíf sagði hann alltaf. Það er mjög mikilvægt að hann njóti þess eins mikið og mögulegt er. Michael varði okkur alltaf og nú verjum við hann,“ sagði Corrina. Schumacher keppti í Formúlu 1 á árunum 1991-2006 og 2010-12, fyrir Jordan, Benetton, Ferrari og Mercedes. Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en hann.
Formúla Þýskaland Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira