Hvenær má fjarlægja rampinn? Valborg Sturludóttir skrifar 8. september 2021 13:31 Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun