Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 13:06 Baráttan við Guðlaug Þór, um efsta sætið í Reykjavík, kostaði Áslaugu Örnu rétt tæpar níu milljónir króna. Athygli vekur að ekki liggur fyrir uppgjör utanríkisráðherra þó skilafrestur sé útrunninn. Á því eru þær skýringar að Guðlaugur Þór hafði ekki áttað sig á því að tímafresturinn var liðinn. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira