Á það að vera óskhyggja að geta lifað á sauðfjárbúskap? Guðný Harðardóttir skrifar 8. september 2021 23:30 Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Landbúnaður Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun