Mismunun í kjörklefanum Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar 9. september 2021 16:00 „Mig langar að kjósa en ég get það ekki því ég má ekki velja mér aðstoðarmann til að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég hef aldrei getað kosið en samt hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og vil kjósa”. Eitthvað á þessa leiða hófst samtal sem ég átti við ungan mann með einhverfu fyrir ekki löngu. Viðkomandi getur vegna fötlunar sinnar ekki þegið aðstoð frá hverjum sem er en skv. núgildandi lögum er ætlast til þess að hver og einn kjósi aðstoðarlaust og í einrúmi. Þó er sú undantekning gerð að ef þú sakir sjónleysis eða þess að hönd sé ónothæf þá máttu velja þér þinn eigin aðstoðarmann til að hafa með þér inn í kjörklefann. Þetta þýðir að fólk með þroskahömlun, einhverfu eða skyldar fatlanir, getur ekki fengið aðstoð í kjörklefanum. Ný kosningalög voru samþykkt á Alþing í vor þar sem skýrt er kveðið á um að kjósandi sem þarf aðstoð inn í kjörklefa geti ráðið því sjálfur hvort hann þyggur aðstoð frá starfsmanni kjörstjórnar eða kemur með sinn eigin aðstoðarmann og tekur á þeirri mismunun sem er á milli hópa fatlaðs fólks, þar sem sumt fatlað fólk má fá aðstoð en annað fatlað fólk ekki. Þetta er mikið framfaraskref og réttlætismál sem loks er komið inn í íslensk lög og þar með búið að útrýma þeirri innbyrgðis mismunun sem fólst í eldri lögum. Þar sem ný kosningalög taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2021 er það því miður svo að í Alþingiskosningunum 25. september n.k. mun einungis hluti þeirra sem þurfa aðstoð í kjörklefanum fá hana, og geta því ekki nýtt lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa þrátt fyrir skýran vilja til þess. Það er mikilvægt að tryggja að fatlað fólk fái besta stuðning sem völ er á til þess að undibúa sig fyrir að kjósa 25. september. Þarna spila aðstandendur sem og starfsfólk sem vinnur fyrir og með fötluðu fólki lykilhlutverk. Þroskahjálp hvetur þessa aðila til þess að aðstoða fatlað fólk sem vill nýta kosningarétt sinn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Greinin er hluti af herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ég kýs ekki, sem ætlað er að vekja athygli á hindrunum sem fatlað fólk mætir þegar það kýs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
„Mig langar að kjósa en ég get það ekki því ég má ekki velja mér aðstoðarmann til að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég hef aldrei getað kosið en samt hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og vil kjósa”. Eitthvað á þessa leiða hófst samtal sem ég átti við ungan mann með einhverfu fyrir ekki löngu. Viðkomandi getur vegna fötlunar sinnar ekki þegið aðstoð frá hverjum sem er en skv. núgildandi lögum er ætlast til þess að hver og einn kjósi aðstoðarlaust og í einrúmi. Þó er sú undantekning gerð að ef þú sakir sjónleysis eða þess að hönd sé ónothæf þá máttu velja þér þinn eigin aðstoðarmann til að hafa með þér inn í kjörklefann. Þetta þýðir að fólk með þroskahömlun, einhverfu eða skyldar fatlanir, getur ekki fengið aðstoð í kjörklefanum. Ný kosningalög voru samþykkt á Alþing í vor þar sem skýrt er kveðið á um að kjósandi sem þarf aðstoð inn í kjörklefa geti ráðið því sjálfur hvort hann þyggur aðstoð frá starfsmanni kjörstjórnar eða kemur með sinn eigin aðstoðarmann og tekur á þeirri mismunun sem er á milli hópa fatlaðs fólks, þar sem sumt fatlað fólk má fá aðstoð en annað fatlað fólk ekki. Þetta er mikið framfaraskref og réttlætismál sem loks er komið inn í íslensk lög og þar með búið að útrýma þeirri innbyrgðis mismunun sem fólst í eldri lögum. Þar sem ný kosningalög taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2021 er það því miður svo að í Alþingiskosningunum 25. september n.k. mun einungis hluti þeirra sem þurfa aðstoð í kjörklefanum fá hana, og geta því ekki nýtt lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa þrátt fyrir skýran vilja til þess. Það er mikilvægt að tryggja að fatlað fólk fái besta stuðning sem völ er á til þess að undibúa sig fyrir að kjósa 25. september. Þarna spila aðstandendur sem og starfsfólk sem vinnur fyrir og með fötluðu fólki lykilhlutverk. Þroskahjálp hvetur þessa aðila til þess að aðstoða fatlað fólk sem vill nýta kosningarétt sinn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Greinin er hluti af herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ég kýs ekki, sem ætlað er að vekja athygli á hindrunum sem fatlað fólk mætir þegar það kýs.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun