Lífskjör og velsæld! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. september 2021 16:30 Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn. Allar þær vinnumarkaðsaðgerðir sem var gripið til sérstaklega vegna Covid voru gerðar að undangengnu samráði við alla þá aðila sem urðu fyrir miklum forsendubresti og atvinnumissi í vegna efnahagsáfalla í kjölfar Covid. Kjarabarátta þeirra sem lakast standa hefur alltaf verið mér hugleikin enda óx ég upp í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum. Öflugt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er undirstaða samfélagslegra framfara, raunverulegra kjarabóta og efnahagslegs stöðugleika. Aðgerðir í húsnæðismálum, þrepaskipt skattkerfi, lágir vextir, lægri kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og stytting vinnuvikunnar koma ungu fólki og einnig þeim tekjulægri vel. Halda þarf áfram á þessari braut félagslegra umbótamála á komandi kjörtímabili meðal annars með uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land sem tryggir mannsæmandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við viljum vinna áfram gegn fátækt barna með enn öflugra barnabótakerfi sem nær til enn fleiri barnafjölskyldna. Mikilvægt er að skapa öryrkjum fleiri tækifæri til virkari þátttöku í samfélaginu með úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Það er brýnt að endurmeta lágmarks framfærsluviðmið þeirra tekjulægstu í hópi aldraðra og öryrkja og tryggja þeim mannsæmandi afkomu. Aukin fjárfesting þarf að vera í opinbera heilbrigðiskerfinu sem tryggir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Hvert heilbrigðisumdæmi þarf að tryggja íbúum greitt aðgengi að læknisþjónustu en þar hafa sum svæði borið skertan hlut frá borði og úr því þarf að bæta. Mikilvægt er að vinna áfram að því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu við aldraða og gera breytingu á samspili almannatrygginga og lífeyriskerfinu til að auðvelda sveigjanleg starfslok og gera fólki kleift að vinna lengur. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á vakt VG um land allt og á þeirri braut ætlum við að halda áfram með auknum úrræðum t.d. fyrir ungt fólk og vinna með einmanaleika eldra fólks. Vinstri græn hafa verið í forystu í heilbrigðismálum á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs. Með okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki og því að hlusta á vísindin hefur tekist að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins samhliða því að glíma við Covid faraldurinn þar sem Ísland hefur staðið sig vel með þátttöku allrar þjóðarinnar. Með hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi getum við tryggt öllum velsæld. Það er leiðarljós Vinstri grænna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn. Allar þær vinnumarkaðsaðgerðir sem var gripið til sérstaklega vegna Covid voru gerðar að undangengnu samráði við alla þá aðila sem urðu fyrir miklum forsendubresti og atvinnumissi í vegna efnahagsáfalla í kjölfar Covid. Kjarabarátta þeirra sem lakast standa hefur alltaf verið mér hugleikin enda óx ég upp í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum. Öflugt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er undirstaða samfélagslegra framfara, raunverulegra kjarabóta og efnahagslegs stöðugleika. Aðgerðir í húsnæðismálum, þrepaskipt skattkerfi, lágir vextir, lægri kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og stytting vinnuvikunnar koma ungu fólki og einnig þeim tekjulægri vel. Halda þarf áfram á þessari braut félagslegra umbótamála á komandi kjörtímabili meðal annars með uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land sem tryggir mannsæmandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við viljum vinna áfram gegn fátækt barna með enn öflugra barnabótakerfi sem nær til enn fleiri barnafjölskyldna. Mikilvægt er að skapa öryrkjum fleiri tækifæri til virkari þátttöku í samfélaginu með úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Það er brýnt að endurmeta lágmarks framfærsluviðmið þeirra tekjulægstu í hópi aldraðra og öryrkja og tryggja þeim mannsæmandi afkomu. Aukin fjárfesting þarf að vera í opinbera heilbrigðiskerfinu sem tryggir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Hvert heilbrigðisumdæmi þarf að tryggja íbúum greitt aðgengi að læknisþjónustu en þar hafa sum svæði borið skertan hlut frá borði og úr því þarf að bæta. Mikilvægt er að vinna áfram að því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu við aldraða og gera breytingu á samspili almannatrygginga og lífeyriskerfinu til að auðvelda sveigjanleg starfslok og gera fólki kleift að vinna lengur. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á vakt VG um land allt og á þeirri braut ætlum við að halda áfram með auknum úrræðum t.d. fyrir ungt fólk og vinna með einmanaleika eldra fólks. Vinstri græn hafa verið í forystu í heilbrigðismálum á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs. Með okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki og því að hlusta á vísindin hefur tekist að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins samhliða því að glíma við Covid faraldurinn þar sem Ísland hefur staðið sig vel með þátttöku allrar þjóðarinnar. Með hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi getum við tryggt öllum velsæld. Það er leiðarljós Vinstri grænna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun