Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 08:31 Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spila saman hjá Vålerenga og eru í fyrsta sinn á leið saman í verkefni hjá A-landsliðinu. Ingibjörg hefur leikið 37 leiki fyrir það. Facebook/@valerengadamerfotball „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Það vekur auðvitað athygli þegar 17 ára knattspyrnukona er farin að spila fyrir eitt af bestu liðum norsku úrvalsdeildarinnar, Vålerenga, og skora þar glæsimörk með bylmingsskotum, eins og Amanda hefur gert í sumar. Knattspyrnusamband Íslands og norska knattspyrnusambandið eru bæði vel meðvituð um hæfileikana sem í Amöndu búa og þegar hún var ekki valin í landsliðsverkefni á Íslandi í byrjun sumars æfði hún með U19-landsliði Noregs, þar sem þessi mynd var tekin: View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Samkvæmt nýjum reglum FIFA þarf Amanda að spila fleiri en þrjá mótsleiki fyrir A-landslið til að mega ekki lengur skipta um landslið. Henni getur því enn snúist hugur og hún spilað fyrir Noreg, en ef hún spilaði 1-3 A-landsleiki fyrir Ísland fyrst þyrftu þrjú ár að vera liðin frá síðasta leik hennar fyrir Ísland. Fyrsti A-landsleikur Amöndu gæti runnið upp eftir ellefu daga þegar Ísland byrjar nýja undankeppni HM með leik við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli og hún er afar spennt fyrir þeim möguleika. Spilaði með yngri landsliðum Íslands og vildi ekki skipta „Holland er með frábært lið og ég er auðvitað bara mjög spennt að fara í þetta landsliðsverkefni og hitta alla og kynnast öllum. Það væri auðvitað bara bónus ef ég fengi nokkrar mínútur. Íslenska landsliðið er mjög gott lið, með marga góða leikmenn og líka mikið af ungum leikmönnum sem hafa staðið sig vel. Þetta verður mjög gaman.“ En var það erfið ákvörðun að velja Ísland fram yfir Noreg? „Já og nei. Ég hef spilað með yngri landsliðum Íslands og vil bara halda áfram að spila fyrir Ísland. Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég bjó á Íslandi og hef spilað þar í yngri flokkum,“ segir Amanda í viðtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún segir samtal við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara hafa hjálpað til við ákvörðunina: „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun.“ Ekkert nema stuðningur frá fjölskyldunni Aðspurð hvort að móðurættin og fleiri hafi ekki þrýst eitthvað á hana um að velja frekar Noreg hlær Amanda og svarar: „Nei, nei. Alla vega ekki fjölskyldan. Þau styðja mig bara í því sem að ég geri.“ Og hún hefur ekki fengið símtal frá Martin Sjögren, þjálfara A-landsliðs Noregs: „Ég hef ekki talað við hann en ég hef talað við norska knattspyrnusambandið.“ Sumir virðast telja að Amanda ætti að vera búin að fá fyrr tækifæri í íslenska A-landsliðinu, þrátt fyrir að hún sé aðeins 17 ára. Sjálf segist hún þó ekki hafa búist við því áður að vera valin. Stóð snemma á eigin fótum í atvinnumennsku Amanda flutti aðeins 15 ára gömul frá Íslandi til að spila fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hún tók sín fyrstu skref í meistaraflokki 16 ára gömul. Fjölskyldan flutti með henni og var með henni í Danmörku fyrsta árið en síðan þá hefur Amanda staðið á eigin fótum, fyrst í Danmörku og svo í Noregi eftir að hún gekk í raðir Vålerenga í desember á síðasta ári. Hjá Vålerenga hefur Amanda skorað þrjú mörk í ellefu leikjum í norsku úrvalsdeildinni, síðast gegn Rosenborg á dögunum en markið glæsilega má sjá hér að neðan: Amanda hefur einnig leikið með Vålerenga í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og í liðinu leikur hún með landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur. „Hún er alveg frábær stelpa. Góður karakter og það er mjög gaman að hafa hérna í Vålerenga, svo maður hafi einhvern Íslending til að tala við,“ segir Amanda, ánægð með að eiga miðvörðinn sterka að. Við pabbi höfum æft mikið saman Andri, faðir Amöndu, þótti sjálfur gríðarlega mikið efni þegar hann var yngri og fór 17 ára gamall til Bayern München. „Ég og pabbi höfum æft mikið saman frá því að ég var lítil. Hann hefur hjálpað mér mikið í fótboltanum,“ segir Amanda en hvernig leikmaður er hún sjálf og hvert stefnir hún í framtíðinni? „Ég er sóknarsinnaður miðjumaður, vil vera mikið í boltanum og er með góðan skotfót. Ég spila núna með Vålerenga og já, er bara alltaf að reyna að verða betri í fótbolta. Frá því að ég kom hingað finnst mér ég hafa bætt mig alveg helling og ég vil bara halda því áfram, fá að spila meira og byrja fleiri leiki Ég stefni á að spila í landsliðinu og í góðu liði í Evrópu en núna snýst þetta bara um að halda áfram að bæta mig hér í Vålerenga,“ segir Amanda. Hún stefnir því hátt og er tilbúin að leggja hart að sér til þess að ná þangað, og kveðst til að mynda ætla sér að komast í EM-hóp Íslands sem fer til Englands næsta sumar: „Það er markmiðið. En mikilvægast fyrir mig er að halda áfram að bæta mig og ég er auðvitað enn ung.“ Uppfært: Upphaflega var fullyrt að Amanda gæti ekki skipt um A-landslið eftir fyrstu mínútuna sem hún spilaði fyrir Ísland í mótsleik. Samkvæmt nýjum reglum FIFA gæti hún hins vegar spilað fyrir Noreg í framtíðinni þó að hún myndi spila 1-3 A-landsleiki (í undankeppnum stórmóta) fyrir Ísland fyrir 21 árs aldur. Þrjú ár þyrftu þó að líða á milli síðasta A-landsleiks fyrir Ísland og fyrsta A-landsleik fyrir Noreg. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Það vekur auðvitað athygli þegar 17 ára knattspyrnukona er farin að spila fyrir eitt af bestu liðum norsku úrvalsdeildarinnar, Vålerenga, og skora þar glæsimörk með bylmingsskotum, eins og Amanda hefur gert í sumar. Knattspyrnusamband Íslands og norska knattspyrnusambandið eru bæði vel meðvituð um hæfileikana sem í Amöndu búa og þegar hún var ekki valin í landsliðsverkefni á Íslandi í byrjun sumars æfði hún með U19-landsliði Noregs, þar sem þessi mynd var tekin: View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Samkvæmt nýjum reglum FIFA þarf Amanda að spila fleiri en þrjá mótsleiki fyrir A-landslið til að mega ekki lengur skipta um landslið. Henni getur því enn snúist hugur og hún spilað fyrir Noreg, en ef hún spilaði 1-3 A-landsleiki fyrir Ísland fyrst þyrftu þrjú ár að vera liðin frá síðasta leik hennar fyrir Ísland. Fyrsti A-landsleikur Amöndu gæti runnið upp eftir ellefu daga þegar Ísland byrjar nýja undankeppni HM með leik við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli og hún er afar spennt fyrir þeim möguleika. Spilaði með yngri landsliðum Íslands og vildi ekki skipta „Holland er með frábært lið og ég er auðvitað bara mjög spennt að fara í þetta landsliðsverkefni og hitta alla og kynnast öllum. Það væri auðvitað bara bónus ef ég fengi nokkrar mínútur. Íslenska landsliðið er mjög gott lið, með marga góða leikmenn og líka mikið af ungum leikmönnum sem hafa staðið sig vel. Þetta verður mjög gaman.“ En var það erfið ákvörðun að velja Ísland fram yfir Noreg? „Já og nei. Ég hef spilað með yngri landsliðum Íslands og vil bara halda áfram að spila fyrir Ísland. Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég bjó á Íslandi og hef spilað þar í yngri flokkum,“ segir Amanda í viðtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún segir samtal við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara hafa hjálpað til við ákvörðunina: „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun.“ Ekkert nema stuðningur frá fjölskyldunni Aðspurð hvort að móðurættin og fleiri hafi ekki þrýst eitthvað á hana um að velja frekar Noreg hlær Amanda og svarar: „Nei, nei. Alla vega ekki fjölskyldan. Þau styðja mig bara í því sem að ég geri.“ Og hún hefur ekki fengið símtal frá Martin Sjögren, þjálfara A-landsliðs Noregs: „Ég hef ekki talað við hann en ég hef talað við norska knattspyrnusambandið.“ Sumir virðast telja að Amanda ætti að vera búin að fá fyrr tækifæri í íslenska A-landsliðinu, þrátt fyrir að hún sé aðeins 17 ára. Sjálf segist hún þó ekki hafa búist við því áður að vera valin. Stóð snemma á eigin fótum í atvinnumennsku Amanda flutti aðeins 15 ára gömul frá Íslandi til að spila fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hún tók sín fyrstu skref í meistaraflokki 16 ára gömul. Fjölskyldan flutti með henni og var með henni í Danmörku fyrsta árið en síðan þá hefur Amanda staðið á eigin fótum, fyrst í Danmörku og svo í Noregi eftir að hún gekk í raðir Vålerenga í desember á síðasta ári. Hjá Vålerenga hefur Amanda skorað þrjú mörk í ellefu leikjum í norsku úrvalsdeildinni, síðast gegn Rosenborg á dögunum en markið glæsilega má sjá hér að neðan: Amanda hefur einnig leikið með Vålerenga í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, og í liðinu leikur hún með landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur. „Hún er alveg frábær stelpa. Góður karakter og það er mjög gaman að hafa hérna í Vålerenga, svo maður hafi einhvern Íslending til að tala við,“ segir Amanda, ánægð með að eiga miðvörðinn sterka að. Við pabbi höfum æft mikið saman Andri, faðir Amöndu, þótti sjálfur gríðarlega mikið efni þegar hann var yngri og fór 17 ára gamall til Bayern München. „Ég og pabbi höfum æft mikið saman frá því að ég var lítil. Hann hefur hjálpað mér mikið í fótboltanum,“ segir Amanda en hvernig leikmaður er hún sjálf og hvert stefnir hún í framtíðinni? „Ég er sóknarsinnaður miðjumaður, vil vera mikið í boltanum og er með góðan skotfót. Ég spila núna með Vålerenga og já, er bara alltaf að reyna að verða betri í fótbolta. Frá því að ég kom hingað finnst mér ég hafa bætt mig alveg helling og ég vil bara halda því áfram, fá að spila meira og byrja fleiri leiki Ég stefni á að spila í landsliðinu og í góðu liði í Evrópu en núna snýst þetta bara um að halda áfram að bæta mig hér í Vålerenga,“ segir Amanda. Hún stefnir því hátt og er tilbúin að leggja hart að sér til þess að ná þangað, og kveðst til að mynda ætla sér að komast í EM-hóp Íslands sem fer til Englands næsta sumar: „Það er markmiðið. En mikilvægast fyrir mig er að halda áfram að bæta mig og ég er auðvitað enn ung.“ Uppfært: Upphaflega var fullyrt að Amanda gæti ekki skipt um A-landslið eftir fyrstu mínútuna sem hún spilaði fyrir Ísland í mótsleik. Samkvæmt nýjum reglum FIFA gæti hún hins vegar spilað fyrir Noreg í framtíðinni þó að hún myndi spila 1-3 A-landsleiki (í undankeppnum stórmóta) fyrir Ísland fyrir 21 árs aldur. Þrjú ár þyrftu þó að líða á milli síðasta A-landsleiks fyrir Ísland og fyrsta A-landsleik fyrir Noreg.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira