Ferðalag Spánverja skilar 80 þúsund kílóum banana í matargjafir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 23:00 Pedri aðstoðaði við flutning á banönum frá Kanaríeyjum til fjölskylduhjálpar í Barcelona í dag. Bananarnir fara þangað fyrir hans tilstilli. Mundo Deportivo/Comma Mikið ferðalag spænska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu sem fram fór víðsvegar um álfuna í sumar kemur fjölskylduhjálp á Spáni að góðum notum. Það er fyrir tilstilli Pedri, leikmanns Barcelona, sem gríðarlegt magn banana berst í matargjafir. Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag. Spænski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti