Ótrúlegt og rándýrt listaverkasafn á uppboð vegna hatrammrar skilnaðardeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 23:31 Á meðan allt lék í lyndi hjá Harry og Lindu Macklowe söfnuðu þau listaverkum sem mynda einstakt listaverkasafn. Patrick McMullan/Southeby's Uppboðshaldarinn Sotheby's mun í vetur og á næsta ári halda uppboð á einstöku listaverkasafni sem sett var á sölu að skipan dómara í hatrammri skilnaðardeilu aldraðra milljarðamæringa. Selja á bestu bitana úr safninu svo hægt sé að ljúka deilunni. Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér. Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Safnið er í eigu Harry og Lindu Macklowe sem voru gift í 59 ár. Undanfarin fimm ár hafa þau staðið í hatrammri skilnaðardeilu sem hverfist einna helst um listaverkasafn þeirra, sem þykir einstakt. Skilnaðurinn var ljótur. Sem dæmi um það lét Harry hengja upp risastóra veggmynd af sér og nýrri eiginkonu hans á skýjaklúf við Central Park árið 2019. Íbúð í skýjaklúfrinum var á meðal þess sem hjónin fyrrverandi deildu um í skilnaðinum. Hjónin fyrrverandi, sem eru bæði á níræðisaldri, höfðu komið sér upp merku safni af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Rothko og Warhol, svo dæmi séu tekin. Alls eru verkin sem á að bjóða upp hjá Sotheby's í nóvember og maí næstkomandi metin á 600 milljónir dollara. Harry Macklowe auglýsti nýtt hjónaband sitt fyrir allra augum í New York.EPA-EFE/JUSTIN LANE Á undanförnum fimm árum hafa lögfræðingar hjónanna tekist á um hvernig ætti að skipta eignum þeirra á milli, hver fengi hvað. Deilurnar snérust einnig um hvernig ætti að verðleggja eignir hjónanna. Að lokum fór málið fyrir dómara sem fyrirskipaði að selja ætti 65 af verðmætustu verkunum í listaverkasafninu og skipta ágóðanum jafnt á milli hjónanna. Charles Stewart, forstjóri Southeby's, segir að uppboðið sé afar óvenjulegt, þar sem afar fátítt sé að svo verðmæt listaverk séu auglýst til sölu á sama tíma. Þeir sem ætla sér að bjóða í verkin þurfa þó líklega að eiga djúpa vasa, einstök verk í safninu eru metin á allt að sjötíu milljónir dollara. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um uppboðið hér.
Bandaríkin Menning Myndlist Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira