Fullt nám, hálft lán Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa 10. september 2021 09:30 Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum. Bæði þekkjum við fólk sem hefur mátt sætta sig við margar vikur af ristuðu brauði og núðluáti. Þegar þau reyndu að vinna sér inn aukapening, til þess að hrista aðeins upp í mataræðinu, þá var það verðlaunað með lægri lánum og fleiri núðlum. Upphæð framfærslulána hefur sannarlega hækkað að krónutölu á þessum árum, þó það nú væri. Verðlag hefur rúmlega þrefaldast síðan árið 1990. Það er nú samt ennþá þannig að framfærslan sem námsmönnum er skömmtuð nær ekki helmingnum af þeirri upphæð sem talin er lágmark fyrir útlendinga sem vilja fá dvalarleyfi hér á landi. Sérstakt lán fyrir húsnæði er einungis um 60% af leiguverðinu á ódýrasta stúdentagarðinum og helmingur af því sem ódýrasta stúdíóíbúð á nýrri stúdentagörðum kostar. Aðstæður stúdenta eru misjafnar. Sumt námsfólk er á leigumarkaði, önnur eru í foreldrahúsum og þá eru mörg jafnframt búin að stofna fjölskyldu. Það þarf að taka mið af misjöfnum aðstæðum stúdenta þannig að kerfið nái yfir þau öll. Barnastyrkirnir sem Menntasjóður Námsmanna býður upp á t.d. duga varla til að dekka algjör grunnatriði eins og leikskólagjöld, mat og fatnað á börnin. Vinna eins og berserkir Stúdentar sem hafa ekki sterkt fjárhagslegt bakland þurfa að vinna með námi. Ef marka má tölur Eurostudent er hópurinn án baklands stór á Íslandi, 72% íslenskra stúdenta vinna með námi sem er miklu hærra hlutfall en meðal kollega þeirra á Norðurlöndum. Þá myndast hins vegar leiðinda vítahringur, því um leið og þau vinna meðfram náminu skerðist framfærslan þeirra fljótt. Frítekjumark námsfólks í dag er einungis 1.410.000 krónur fyrir allt árið, þrátt fyrir hækkunina í nýjustu úthlutunarreglum. Við þurfum að afnema þá þörf að stúdentar þurfi að vinna með skóla, enda er fullt nám full vinna. Þetta krefst þess að grunnframfærslan sé hækkuð verulega til þess að tryggja grunnframfærslu sem dugir á meðan á námi stendur. Ef stúdentar velja svo að vinna á sumrin ættu þær tekjur ekki að hafa áhrif á framfærslulán vetrarins. Hver trúir því í alvöru að fólk geti skrapað saman svo miklum tekjum yfir sumarmánuðina að þær dugi hina 9 mánuði ársins? Skynsöm fjárfesting í fólki Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem það þarf að borga af í áratugi. Einhver skynsamasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf.Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Lánasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar skipa þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Húsnæðismál Námslán Hagsmunir stúdenta Alþingiskosningar 2021 Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum. Bæði þekkjum við fólk sem hefur mátt sætta sig við margar vikur af ristuðu brauði og núðluáti. Þegar þau reyndu að vinna sér inn aukapening, til þess að hrista aðeins upp í mataræðinu, þá var það verðlaunað með lægri lánum og fleiri núðlum. Upphæð framfærslulána hefur sannarlega hækkað að krónutölu á þessum árum, þó það nú væri. Verðlag hefur rúmlega þrefaldast síðan árið 1990. Það er nú samt ennþá þannig að framfærslan sem námsmönnum er skömmtuð nær ekki helmingnum af þeirri upphæð sem talin er lágmark fyrir útlendinga sem vilja fá dvalarleyfi hér á landi. Sérstakt lán fyrir húsnæði er einungis um 60% af leiguverðinu á ódýrasta stúdentagarðinum og helmingur af því sem ódýrasta stúdíóíbúð á nýrri stúdentagörðum kostar. Aðstæður stúdenta eru misjafnar. Sumt námsfólk er á leigumarkaði, önnur eru í foreldrahúsum og þá eru mörg jafnframt búin að stofna fjölskyldu. Það þarf að taka mið af misjöfnum aðstæðum stúdenta þannig að kerfið nái yfir þau öll. Barnastyrkirnir sem Menntasjóður Námsmanna býður upp á t.d. duga varla til að dekka algjör grunnatriði eins og leikskólagjöld, mat og fatnað á börnin. Vinna eins og berserkir Stúdentar sem hafa ekki sterkt fjárhagslegt bakland þurfa að vinna með námi. Ef marka má tölur Eurostudent er hópurinn án baklands stór á Íslandi, 72% íslenskra stúdenta vinna með námi sem er miklu hærra hlutfall en meðal kollega þeirra á Norðurlöndum. Þá myndast hins vegar leiðinda vítahringur, því um leið og þau vinna meðfram náminu skerðist framfærslan þeirra fljótt. Frítekjumark námsfólks í dag er einungis 1.410.000 krónur fyrir allt árið, þrátt fyrir hækkunina í nýjustu úthlutunarreglum. Við þurfum að afnema þá þörf að stúdentar þurfi að vinna með skóla, enda er fullt nám full vinna. Þetta krefst þess að grunnframfærslan sé hækkuð verulega til þess að tryggja grunnframfærslu sem dugir á meðan á námi stendur. Ef stúdentar velja svo að vinna á sumrin ættu þær tekjur ekki að hafa áhrif á framfærslulán vetrarins. Hver trúir því í alvöru að fólk geti skrapað saman svo miklum tekjum yfir sumarmánuðina að þær dugi hina 9 mánuði ársins? Skynsöm fjárfesting í fólki Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem það þarf að borga af í áratugi. Einhver skynsamasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf.Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Lánasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar skipa þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun