Fögnuðu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með bragðaref Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 10:30 Sæti í Meistaradeild Evrópu fagnað. Vísir/Hulda Margrét Það er fátt íslenskara en að fá sér bragðaref, það er ís með allskyns nammi, þegar fagna skal stórum áfanga. Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum. Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum.
Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53
Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00
Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31