Þurfti að spyrna sér frá botninum eftir að hafa hætt í fótbolta: Varði mark Íslands á EM og HM Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Hannes Þór í leik gegn Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. EPA/PETER POWELL „Þetta er saga sem hefur verið sögð nokkuð oft en auðvitað er þetta óhefðbundin leið sem ég fór, engin spurning,“ sagði Hannes Þór Halldórsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um feril sinn með íslenska landsliðinu. „Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
„Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00
Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05