CLF á Íslandi: Áframhaldandi uppbygging í Úganda í þágu stúlkna Heimsljós 10. september 2021 10:26 CLF Skólinn býður ungum stúlkum sem eiga erfitt uppdráttar upp á nám þar sem áhersla er lögð á öruggt umhverfi, sálrænan stuðning og valdeflingu. Félagasamtökin CLF á Íslandi hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá utanríkisráðuneytinu til að halda áfram uppbyggingu á Candle Light High School í Mukono héraði í Úganda. Skólinn býður ungum stúlkum sem eiga erfitt uppdráttar upp á nám þar sem áhersla er lögð á öruggt umhverfi, sálrænan stuðning og valdeflingu. CLF á Íslandi hefur áralanga reynslu af stuðningi við skólastarf í landinu og hefur styrkt verkmenntaskóla Candle Light Foundation í sama skólahúsnæði í Úganda þar sem ungum stúlkum stendur til boða verknám sem er sniðið að félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Markmið CLF á Íslandi hefur frá upphafi verið að stuðla að menntun og að efla hæfni stúlkna í Úganda til að standa á eigin fótum, efla atvinnumöguleika þeirra og framtíðartækifæri. Verkefnið snýst um áframhaldandi uppbyggingu Candle Light High School í Úganda en fjármagn frá utanríkisráðuneytinu verður meðal ananrs nýtt til að byggja hús sem mun hýsa tvær kennslustofur auk skólabókasafns og rannsóknarstofu. Rosette Nabuuma, framkvæmdarstýra CLF í Úganda, segir að stækkun skólans hjálpi samtökunum að mæta þörf stúlkna í nærsamfélaginu til að öðlast menntun og muni einnig bæta skólaumhverfið og gæði náms til muna. Með byggingunni gefst færi á að veita yfir 100 stúlkum til viðbótar tækifæri til að stunda nám í skólanum. Áætlað er að hægt verði að taka á móti rúmlega 100 nýjum nemendum eða um 200 nemendum í heildina. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Jafnréttismál Úganda Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent
Félagasamtökin CLF á Íslandi hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá utanríkisráðuneytinu til að halda áfram uppbyggingu á Candle Light High School í Mukono héraði í Úganda. Skólinn býður ungum stúlkum sem eiga erfitt uppdráttar upp á nám þar sem áhersla er lögð á öruggt umhverfi, sálrænan stuðning og valdeflingu. CLF á Íslandi hefur áralanga reynslu af stuðningi við skólastarf í landinu og hefur styrkt verkmenntaskóla Candle Light Foundation í sama skólahúsnæði í Úganda þar sem ungum stúlkum stendur til boða verknám sem er sniðið að félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Markmið CLF á Íslandi hefur frá upphafi verið að stuðla að menntun og að efla hæfni stúlkna í Úganda til að standa á eigin fótum, efla atvinnumöguleika þeirra og framtíðartækifæri. Verkefnið snýst um áframhaldandi uppbyggingu Candle Light High School í Úganda en fjármagn frá utanríkisráðuneytinu verður meðal ananrs nýtt til að byggja hús sem mun hýsa tvær kennslustofur auk skólabókasafns og rannsóknarstofu. Rosette Nabuuma, framkvæmdarstýra CLF í Úganda, segir að stækkun skólans hjálpi samtökunum að mæta þörf stúlkna í nærsamfélaginu til að öðlast menntun og muni einnig bæta skólaumhverfið og gæði náms til muna. Með byggingunni gefst færi á að veita yfir 100 stúlkum til viðbótar tækifæri til að stunda nám í skólanum. Áætlað er að hægt verði að taka á móti rúmlega 100 nýjum nemendum eða um 200 nemendum í heildina. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Jafnréttismál Úganda Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent