Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. september 2021 17:02 Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig sem áhugamann um áfengis- og vímuefnamál að takast á við þennan málaflokk á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að segja að lítið sem ekkert hafi gengið í baráttunni við að stytta biðlista í meðferð, vegna þeirra skoðunar núverandi heilbrigðisráðherra að ríkið eitt skuli sjá um þessi mál en ekki einhverjir aðrir. Píratar og síðar hæstvirtur heilbrigðisráðherra lögðu fram og mæltu fyrir frumvörpum, á sitthvoru árinu, um afglæpavæðingu „neysluskammta “ fíkniefna. Bæði þessi frumvörp voru algjörlega vanunnin sem kom best í ljós í umsögnum aðila eins og Læknafélags Íslands, lögreglunnar, og allmargra forvarna- og bindindisfélaga við vinnslu málanna. Spurningunni um það hvað er „neysluskammtur “ er enn ósvarað. Það er staðreynd að skammtur sem „er í lagi“ fyrir einn getur drepið annan. Þeir sem neyta fíkniefna byggja upp þol fyrir stærri skömmtum sem þeir, sem eru að bara að „fikta, “ hafa ekki. Erum við nokkuð búin að gleyma þeim sorglegu fréttum sem reglulega berast um ungt fólk sem dáið hafa af einum skammt! Hvaða merkingu hefur orðið „neysluskammtur “ í slíkum tilvikum? Flytjendur frumvarpanna segja að önnur lönd, t.d. Portúgal, hafi farið þessa leið. Það er alrangt, þau lönd höfðu lögreglu, læknasamfélagið og forvarna- og meðferðarsamtök og fleiri aðila með í ráðum í þeirri vinnu. Hérna á Íslandi ætla heilbrigðisráðherra og Píratar að hundsa slíkt samstarf. Andstaðan við fíkn er að vera allsgáður Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, vitnar í þrettán orð sem breyttu öllu í hennar huga í nýlegri grein á Vísi. „Andstæðan við fíkn er ekki að vera alsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Að hennar sögn breyttu þessi orð hvernig hún hugsar um vímuefni. Gott og vel en þetta er algjör andstaða við mína upplifun sem óvirkur fíknisjúklingur (alkóhólisti). Í mínu lífi í dag er er andstæðan við fíkn að vera allsgáður og á meðan ég var „virkur í neyslu“ einangraðist ég frá nánast öllum tengslum við annað fólk. Var þó áður og er í dag mikil félagsvera. Ég hef oft rætt það alheimsvandamál sem eru undirheimar sem tengjast ólöglegum fíkniefnum og í því sambandi rifjað upp bannár áfengis, 1920 – 1935. Sú saga segir okkur að fíknivandinn og hörmungar áfengis og annar vímuefna er ekki ný af nálinni. Samstarf og sú samvinna landa á milli, þegar vá steðjar að heiminum hefur sýnt að margt er gerleg ef fólk snýr bökum saman. Nýjasta dæmið er glíman við Covid-19, þar sem allir, hvar sem er í heiminum, eru að fást við einn óvin. Eyðum biðlistunum Hér heima á Fróni verðum við stjórnmálamenn í samstarfi við lækna, lögreglu, meðferðaraðila, forvarnaraðila, bindindissamtök og alla þá sem málið varða að taka skynsamlegar ákvarðanir en ekki flana að neinu. Því miður eru þessi frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna algjörlega vanunnin. Það þarf hins vegar að ráðast í það strax að eyða öllum biðlistum þegar kemur um að komast í meðferð. Þar bíða nú ríflega 600 manns og hafa beðið allt of lengi. Ég hef lagt fram tvær þingsályktanir um lausn á þessum vanda á kjörtímabilinu og mun áfram berjast fyrir þeim málum. Uppgjöf er ekki í boði og allt hálfkák er gagnslaust. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar