Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2021 19:21 Það kemur í ljós á kjördag hinn 25. september hvort framboð flokka er meira en eftirspurn kjósenda en allt að ellefu flokkar og framboð gætu náð fulltrúum á þing í komandi kosningum. Stöð 2/Egill Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa átta flokkar átt fulltrúa á Alþingi. Eftir kosningarnar hinn 25. september næst komandi gæti svo farið að ellefu flokkar og framboð ættu fulltrúa á þingi. Þegar framboðsfrestur rann út á hádegi höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skilað inn framboðum í öllum sex kjördæmum landsins en þessir flokkar eiga allir fulltrúa á Alþingi í dag. Að auki skiluðu Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn inn framboðum í öllum kjördæmum og Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslista í Suðurlandskjördæmi og Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður segir að það hafi Ábyrg framtíð einnig gert í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkarnir ellefu sem skilað hafa inn framboðlistum.Vísir/Helgi „Þessum tilkynningum fylgja síðan gögn sem yfirkjörstjórnir þurfa að fara yfir og meta. Það munu þær gera í dag og á morgun. Síðan verður úrskurðað um þau framboð sem komið hafa fram og sá úrskurður mun liggja fyrir á morgun.“ Frá öllum yfirkjörstjórnum? „Í síðasta lagi á morgun frá öllum yfirkjörstjórnum. Gæti jafnvel legið fyrir fyrr einhvers staðar,“ segir Heimir. Landskjörstjórn tekur við tilkynningum frá öllum kjördæmum, staðfestir framboðslistana endanlega á þriðjudag og auglýsir í framhaldinu hvaða flokkar og framboð bjóða fram. Heimir Herbertsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður lofar að fyrstu tölur verði birtar fljótlega eftir að kjörstöðum lokar klukkan 22:00 á kjördag.Stöð 2/Arnar Talningarfólk yfirkjörstjórnanna í Reykjavík mun telja atkvæði í sitt hvoru lagi eins og áður. Bæði teymin verða hins vegar í fyrsta skipti undir sama þaki í Laugardalshöll í þetta skiptið. Hvenær ætlar þú svo að koma með fyrstu tölur? „Við áformum að gera það mjög fljótlega eftir að kjörstöðum lokar. En ég get ekki lofað þér nákvæmlega upp á mínútu hvenær það verður. Sem fyrst eftir að kjörstöðum lokar,“ segir Heimir Herbertsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10. september 2021 14:51
Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10. september 2021 14:16