Innlent

Jón Sigurðsson látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Sigurðsson er látinn.
Jón Sigurðsson er látinn. Alþingi

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri.

RÚV greinir frá andlátinu en Jón lést eftir erfið veikindi. 

Jón fæddist í Kollafirði á Kjalarnesi 23. ágúst árið 1946. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966. Árið 1969 útskrifaðist hann úr Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku og sagnfræði.

Jón hélt til Bandaríkjanna í nám á níunda áratugnum þar sem hann útskrifaðist með doktorsgráðu í menntunarfræði árið 1990. Nokkrum árum síðar útskrifaðist hann úr MBA-námi í rekstrahagfræði og stjórnun.

Jón gegndi fjölmörgum ábyrgðarstöðum á ferli sínum. Árið 1978 til 1989 var hann ritstjóri Tímans. Árið 1991 varð hann rektor Samvinnuskólans á Bifröst. Árið 2003 tók hann við embætti Seðlabankastjóra áður en hann tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2006 til árins 2007.

Árið 2006 var Jón kjörinn formaður Framsóknarflokksins og tók hann við keflinu af Halldóri Ásgrímssyni sem hafði verið formaður í tólf ár. Jón gegndi embættinu til ársins 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×