Áttu börn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. september 2021 11:00 Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun