Vestmannaeyjabær Georg Eiður Arnarson skrifar 11. september 2021 20:31 Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun