Vestmannaeyjabær Georg Eiður Arnarson skrifar 11. september 2021 20:31 Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun