Gleymdur og grafinn Chilwell: Ekki spilað síðan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2021 23:01 Ben Chilwell fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu. Chris Lee/Getty Images Eftir að hafa verið aðeins einn þriggja útispilara sem fór með enska landsliðinu á EM án þess að spila mínútu hefur Ben Chilwell verið í sama hlutverki hjá Chelsea það sem af er tímabili. Chelsea keypti vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á 50 milljónir punda sumarið 2019. Hann varð strax lykilmaður í liði Frank Lampard en staðan breyttist aðeins eftir að Thomas Tuchel tók við af Lampard. Tuchel gaf Chilwell reglulega hvíld í ensku úrvalsdeildinni en notaði krafta hans óspart í Meistaradeild Evrópu. Spilaði hann alla leiki liðsins frá 8-liða úrslitum og allt þangað til bikarinn fór á loft í kjölfar 1-0 sigurs á Manchester City. Eftir sigur í Meistaradeildinni fór hinn 24 ára gamli Chilwell á EM með enska landsliðinu. Þar spilaði hann ekki eina mínútu og virðist sem þau vonbrigði hafi elt hann inn í núverandi tímabil. Svo segir þjálfari hans allavega. „Eftir vonbrigðin á EM náði hann lítið sem ekkert að slaka á í fríinu sínu. Hann hefur verið að velta sér upp úr þessu og pirra sig á því sem gerðist. Því var hann frekar andlega þreyttur þegar hann kom til baka.“ "It was a tough Euros for him personally. He felt he did everything to push the team but you never really feel part of the team if you never wear the shirt or sweat it out on the pitch."Thomas Tuchel sympathises for Ben Chilwell not being involved at the Euros for England pic.twitter.com/raG2Rn1ok1— Football Daily (@footballdaily) September 13, 2021 Chilwell var - og er eflaust - enn súr með það hvernig EM þróaðist hjá honum. Í fyrsta leik Englands ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að stilla hægri bakverðinum Kieran Trippier upp í vinstri bakverði. Í öðrum leiknum sat Chilwell á bekknum frá upphafi til enda. Eftir leik spjallaði hann við Billy Gilmour, miðjumann Skotlands og liðsfélaga sinn hjá Chelsea. Í ljós kom skömmu síðar að Gilmour væri með Covid-19 og því þurfti Chilwell að fara í sóttkví. Missti hann því af lokaleik riðlakeppninnar, leik sem hann hefði mögulega fengið tækifærið í. Mount sneri aftur í sigrinum á Þýskalandi í 16-liða úrslitum en Chilwell var utan hóps. Hann var á bekknum gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum og í stöðuni 4-0 hefði verið kjörið að leyfa Chilwell að fá nokkrar mínútur. Þess í stað kom Trippier inn fyrir Luke Shaw sem hóf leik í vinstri bakverðinum. Chilwell var svo hvorki í leikmannahóp Englands í undanúrslitum né úrslitaleiknum sjálfum Eftir að hafa horft á EM í sófanum heima hjá sér mætti Marcos Alonso ferskur til æfinga hjá Chelsea á meðan Chilwell var í raun nýfarinn í frí. Þegar sá enski mætti loks til æfinga hafði Alonso verið búinn að æfa í fimm vikur. Það var því eðlilegt að hann hafi byrjað sem vinstri vængbakvörður Chelsea-liðsins. Hann skoraði svo í fyrsta leik tímabilsins og hefur spilað allar þær mínútur sem í boði eru síðan. Þá bar hann fyrirliðabandið gegn Aston Villa þegar Cesar Azpilicueta og Jorginho byrjuðu á bekknum. Southgate sagðist ekki geta valið Chilwell í landsliðsverkefni Englands nú í september þar sem leikmaðurinn hefði ekki spilað síðan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Að því sögðu var Jesse Lingard valinn en hann hafði aðeins spilað fjórar mínútur fyrir Manchester United í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Eftir að hafa náð hápunkti ferilsins þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum virðist Chilwell mögulega hafa náð sínum lægsta punkti. Tuchel virðist þó hafa fulla trú á að hann jafni sig fyrr en síðar og gæti vel verið að 50 milljón punda bakvörðurinn fái loks að sýna hvað hann getur er Chelsea hefur titilvörn sína í Evrópu annað kvöld gegn Zenit St. Pétursborg. Chilwell blómstraði í þessari sömu keppni á síðustu leiktíð og hver veit nema það gerist aftur. Chelsea tekur á móti Zenit St. Pétursborg í Meistaradeild Evrópu klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Chelsea keypti vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á 50 milljónir punda sumarið 2019. Hann varð strax lykilmaður í liði Frank Lampard en staðan breyttist aðeins eftir að Thomas Tuchel tók við af Lampard. Tuchel gaf Chilwell reglulega hvíld í ensku úrvalsdeildinni en notaði krafta hans óspart í Meistaradeild Evrópu. Spilaði hann alla leiki liðsins frá 8-liða úrslitum og allt þangað til bikarinn fór á loft í kjölfar 1-0 sigurs á Manchester City. Eftir sigur í Meistaradeildinni fór hinn 24 ára gamli Chilwell á EM með enska landsliðinu. Þar spilaði hann ekki eina mínútu og virðist sem þau vonbrigði hafi elt hann inn í núverandi tímabil. Svo segir þjálfari hans allavega. „Eftir vonbrigðin á EM náði hann lítið sem ekkert að slaka á í fríinu sínu. Hann hefur verið að velta sér upp úr þessu og pirra sig á því sem gerðist. Því var hann frekar andlega þreyttur þegar hann kom til baka.“ "It was a tough Euros for him personally. He felt he did everything to push the team but you never really feel part of the team if you never wear the shirt or sweat it out on the pitch."Thomas Tuchel sympathises for Ben Chilwell not being involved at the Euros for England pic.twitter.com/raG2Rn1ok1— Football Daily (@footballdaily) September 13, 2021 Chilwell var - og er eflaust - enn súr með það hvernig EM þróaðist hjá honum. Í fyrsta leik Englands ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að stilla hægri bakverðinum Kieran Trippier upp í vinstri bakverði. Í öðrum leiknum sat Chilwell á bekknum frá upphafi til enda. Eftir leik spjallaði hann við Billy Gilmour, miðjumann Skotlands og liðsfélaga sinn hjá Chelsea. Í ljós kom skömmu síðar að Gilmour væri með Covid-19 og því þurfti Chilwell að fara í sóttkví. Missti hann því af lokaleik riðlakeppninnar, leik sem hann hefði mögulega fengið tækifærið í. Mount sneri aftur í sigrinum á Þýskalandi í 16-liða úrslitum en Chilwell var utan hóps. Hann var á bekknum gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum og í stöðuni 4-0 hefði verið kjörið að leyfa Chilwell að fá nokkrar mínútur. Þess í stað kom Trippier inn fyrir Luke Shaw sem hóf leik í vinstri bakverðinum. Chilwell var svo hvorki í leikmannahóp Englands í undanúrslitum né úrslitaleiknum sjálfum Eftir að hafa horft á EM í sófanum heima hjá sér mætti Marcos Alonso ferskur til æfinga hjá Chelsea á meðan Chilwell var í raun nýfarinn í frí. Þegar sá enski mætti loks til æfinga hafði Alonso verið búinn að æfa í fimm vikur. Það var því eðlilegt að hann hafi byrjað sem vinstri vængbakvörður Chelsea-liðsins. Hann skoraði svo í fyrsta leik tímabilsins og hefur spilað allar þær mínútur sem í boði eru síðan. Þá bar hann fyrirliðabandið gegn Aston Villa þegar Cesar Azpilicueta og Jorginho byrjuðu á bekknum. Southgate sagðist ekki geta valið Chilwell í landsliðsverkefni Englands nú í september þar sem leikmaðurinn hefði ekki spilað síðan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Að því sögðu var Jesse Lingard valinn en hann hafði aðeins spilað fjórar mínútur fyrir Manchester United í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Eftir að hafa náð hápunkti ferilsins þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum virðist Chilwell mögulega hafa náð sínum lægsta punkti. Tuchel virðist þó hafa fulla trú á að hann jafni sig fyrr en síðar og gæti vel verið að 50 milljón punda bakvörðurinn fái loks að sýna hvað hann getur er Chelsea hefur titilvörn sína í Evrópu annað kvöld gegn Zenit St. Pétursborg. Chilwell blómstraði í þessari sömu keppni á síðustu leiktíð og hver veit nema það gerist aftur. Chelsea tekur á móti Zenit St. Pétursborg í Meistaradeild Evrópu klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira