500 megi koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 18:31 Þórólfur skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í gær. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir leggur til talsverðar tilslakanir á öllum samkomutakmörkunum innanlands í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
„Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira