Bíll Unnar Aspar fundinn eftir tveggja sólarhringa „standandi partí“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 18:26 Unnur er þakklát fyrir hversu margir deildu auglýsingunni áfram. Þjóðleikhúsið Bíll leikkonunnar Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið síðastliðinn laugardag, er kominn í leitirnar. Bílinn var illa farinn og fullur af alls konar munum eftir tveggja daga „standandi partí,“ eins og leikkonan orðar það í samtali við fréttastofu. „Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira