Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 14. september 2021 09:00 Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mannréttindi Félagsmál Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun