Lífseigar mýtur um fátækt Vilborg Oddsdóttir skrifar 14. september 2021 13:30 Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun