Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur: (Ó)réttlæti og fátækt Atli Þór Þorvaldsson skrifar 14. september 2021 15:31 Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun