Færum valdið nær fólkinu Starri Reynisson skrifar 14. september 2021 16:00 Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Starri Reynisson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu. Í frjálslyndu samfélagi þarf fólk að hafa raunhæfa valkosti um hvar það býr sér heimili. Til að svo megi verða þarf blómlega byggð landið um kring, það þarf að tryggja jöfn tækifæri til náms og starfs, frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og menningu og gott aðgengi að öflugri nærþjónustu. Uppstokkun og efling sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins er lykilskref til að auka samkeppnishæfni þeirra um íbúa gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að auka aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um uppbyggingu í heimabyggð, ekki síst gagnvart samgöngum og uppbyggingu atvinnutækifæra. Í því ljósi er nauðsynlegt að skoða vel tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga, og tryggja að fjármagn fylgi ávallt slíkum tilfærslum. Tekjugrunnur sveitarfélaga er of veikur og ótryggur sem stendur. Það hefur lengi verið brýn nauðsyn að endurskoða hann. Það að láta gistináttagjaldið renna til sveitarfélaganna hefur gjarnan verið nefnt sem möguleg lausn, hún er þó ófullkomin að því leyti að það búa ekki öll sveitarfélög við mikinn eða stöðugan ferðamannastraum. Mun líklegra til árangurs þvert á heildina væri að láta hluta af fjármagnstekjuskatti renna til sveitarfélaganna, svo dæmi sé tekið. Stærsta forsenda þess að raunveruleg, stór skref verði stigin í eflingu sveitarstjórnarstigsins er samt skýr stefna um sameiningu sveitarfélaga. Markmið slíkrar vegferðar á allta að vera að draga úr yfirbyggingu og efla nærþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það eitt og sér styrkir tekjugrunn sveitarfélaga, jafnar samkeppnisstöðu þeirra og opnar á aukin tækifæri til að færa verkefni sem snúa að nærþjónustu og uppbyggingu nærumhverfisins frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þannig, með öflugri sveitarfélögum og aukinni hlutdeild þeirra í þjónustu við íbúa og ákvarðanatöku um uppbyggingu innan þeirra, eflum við sveitarfélögin og dreifum valdi hins opinbera betur um landið, færum það nær íbúum og gefum þeim betri möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun